Spreytir sig í liðakeppni

Ásgeir Sigurgeirsson í keppni á ólympíuleikunum í London.
Ásgeir Sigurgeirsson í keppni á ólympíuleikunum í London. mbl.is/Golli

Ólympíufarinn Ásgeir Sigurgeirsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, hefur gert samning við þýskt félag, Groß und Kleinkaliberschießen, frá Hannover um að keppa fyrir félagið í skotfimi þar til einstaklingstímabilið hefst í febrúar.

Skotfimi nýtur hylli í Þýskalandi en í þýska sambandinu eru um 1,2 milljónir iðkenda. Staða Ásgeirs á heimslistanum hefur aldrei verið betri en þar er hann í 22. sæti og í 16. sæti á styrkleikalista Evrópu.

„Þjóðverjarnir höfðu samband við mig fyrir Ólympíuleikana. Þeir spurðust fyrir hjá þjálfara finnska landsliðsins og hann benti á mig. Ég mun fara eina helgi í mánuði þangað til í janúar,“ sagði Ásgeir þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Ásgeir er skotmaður númer eitt hjá liðinu og er fyrsti Íslendingurinn sem semur við atvinnumannalið í íþróttinni. Liðsmönnum er raðað frá eitt til fimm eftir styrkleika og Ásgeir keppir því á móti sterkasta skotmanni andstæðinganna. Liðin mega vera með fjóra erlenda liðsmenn í sínum röðum en mega bara tefla fram einum í einu.

Sjá samtal við Ásgeir í heild í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert