Kæra þá sem ýtti við Anítu

Myndin sýnir hvernig Bazdireva hefur stigið út fyrir brautina.
Myndin sýnir hvernig Bazdireva hefur stigið út fyrir brautina. Ljósmynd/Skjáskot

Bretar hafa ákveðið að leggja inn kæru vegna 800 metra hlaupsins sem Aníta Hinriksdóttir tók þátt í á Evrópumeistaramótinu í Prag í dag.

Aníta kom þriðja í mark í hlaupinu og er örugg um sæti í úrslitum en á undan henni urðu  Sel­ina Büchel frá Sviss og An­astasia Bazdireva frá Rússlandi, sem komust fram úr í lokin. Jenny Meadows sat eftir með sárt ennið í 4. sæti en hún á besta tíma ársins. Aðeins þrjár fremstu í hvorum undanúrslitariðli komust áfram í úrslitin.

Svo virtist hins vegar sem að hin rússneska Bazdireva hefði stigið út fyrir hlaupabrautina þegar hún tróð sér fram úr Anítu í lokin, og ýtt aðeins við íslensku hlaupadrottningunni. Því hafa Bretar lagt fram kæru og ekki ólíklegt að Bazdireva verði dæmd úr keppni. Þar með myndi Aníta færast upp í 2. sæti og Meadows í 3. sæti, og keppa þar með í úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert