Að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði

Það getur skipt öllu máli fyrir íþróttafólk að vera andlega …
Það getur skipt öllu máli fyrir íþróttafólk að vera andlega sterkt þegar það lendir í alvarlegum meiðslum. mbl.is/afp

Hugurinn ber þig hálfa leið. Er það rétt? Ég er á þeirri skoðun að sterkur hugur geti borið þig mun lengra, en verið að sama skapi rosalega hamlandi ef ekki er hlúð að honum.

Ef ekki er vilji fyrir verkinu þá er það dæmt til að mistakast. Það á alls staðar við í hinu daglega lífi og þar með talið íþróttum.

Síðustu misseri hefur orðið mikil vitundarvakning hvað andlega heilsu varðar hjá íþróttafólki. Margir hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni af baráttu við þunglyndi, kvíða og öðru sem getur verið fylgifiskur þess að vera manneskja. Íþróttafólk er nú einu sinni manneskjur. Sú staðalímynd er á undanhaldi að þessi hópur sé steinrunninn í gegn og megi ekki sýna vott af veikleika.

Ég veit ekki hvernig sú mýta lifði svona lengi. Samfélagið var á þeirri skoðun að íþróttafólk væri yfir það hafið að kljást við eitthvað annað en líkamleg meiðsli, hvort sem um væri að ræða andlega sjúkdóma eða einstaka tilvik sem reynir á hið andlega sjálf. Að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði er ekki lengur svarið við öllu mótlæti, sem betur fer.

Sjá viðhorfsgrein Andra Yrkils í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert