Kastar yfir tæplega níu Clio-bíla

Teikningin í Le Parisien í dag, sem sýnir hve langt …
Teikningin í Le Parisien í dag, sem sýnir hve langt Aron Einar kastar. mbl.is

Frönsku dagblöðin fjalla í dag að sjálfsögðu ítarlega um viðureign Frakklands og Íslands í átta liða úrslitum Evrópumótsins sem fram fer á Stade de France í kvöld. Le Parisien varar á forsíðu sérstaklega við gildru Íslendinga, eins og það kallar innköst Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða Íslands.

Á innsíðu er fjallað nánar um leikinn, þar á meðal innköst fyrirliðans, sem blaðið kallar banvænt vopn. Rifjað er upp að tvö marka Íslands í keppninni hafa komið eftir löng innköst Arons, mark Jóns Daða Böðvarssonar gegn Austurríki á Stade de France og jöfnunarmark Íslands sem Ragnar Sigurðsson skoraði á móti Englendingum í Nice.

Á skemmtilegri teikningu er sýnt fram á að hann kasti 35 metra, sem jafnist á við níu Renault Clio-bíla í röð - 8,75 Clio svo nákvæmni sé getið. Franskar sjónvarpsstöðvar hafa líka mikið fjallað um hve hættuleg innköst Arons Einars eru og að gæta verði vel að Kára Árnasyni, sem skallaði einmitt boltann áfram í bæði skiptin þegar mörkin voru gerð.

Forsíða Le Parisien í dag, aðal umfjöllunarefnið er landsleikurinn í …
Forsíða Le Parisien í dag, aðal umfjöllunarefnið er landsleikurinn í kvöld og andlát Michels Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra, er næst stærsta fréttin. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert