Þúsundþjalasmiður íþróttanna

Babe Didrikson (l.t.h.) á leið til sigurs í grindahlaupinu í …
Babe Didrikson (l.t.h.) á leið til sigurs í grindahlaupinu í Los Angeles 1932.

Milfred „Babe“ Didrikson Zaharias. Kona sem bar þetta áhugaverða nafn hlýtur að teljast á meðal fjölhæfustu afrekskvenna í íþróttasögunni. Didrikson náði framúrskarandi árangri bæði í frjálsum og golfi en lét auk þess að sér kveða í fleiri greinum. Var hún á meðal fyrstu kvenna í heiminum sem varð fræg fyrir íþróttaafrek.

Vegna Didriksons-nafnsins þá má láta sér detta í hug að hún hafi mögulega átt ættir að rekja til Íslands en greinarhöfundur hefur ekkert í höndunum um slíkt. Foreldrar hennar voru norskir innflytjendur í Bandaríkjunum og þar fæddist Milfred hinn 26. júní árið 1911 í Texas.

Babe Didrikson púttar boltanum ofan í holuna í golfmóti í …
Babe Didrikson púttar boltanum ofan í holuna í golfmóti í Bandaríkjunum.


Hæfileikar hennar komu fljótt í ljós í uppvextinum þegar Didrikson tók sig til og rúllaði strákum á hennar reki upp í flestum þeim íþróttum sem krakkarnir gripu í. Á uppvaxtarárunum varð gælunafnið „Babe“ einnig til og mun vera tilkomið vegna þess að móðir hennar kallaði hana gjarnan: Min Bebe. Þegar í menntaskóla var komið voru einstakir hæfileikar hennar augljósir þar sem Milfred skaraði fram úr í körfubolta, blaki, hafnabolta, tennis, golfi og sundi og keppti fyrir skólaliðin í öllum þessum ólíku íþróttagreinum.

Sjá umfjöllun um Babe Didrikson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert