Gull úr býsna óvæntri átt

Helga Kolbrún nældi í tvenn verðlaun sama daginn.
Helga Kolbrún nældi í tvenn verðlaun sama daginn. Ljósmynd/ÍSÍ

Ekki er víst að íslenskum íþróttaunnendum sé kunnugt um að Íslendingar séu farnir að gera sig gildandi í bogfimi á alþjóðlegum vettvangi. Ef frá er talin þátttaka Þorsteins Halldórssonar á Ólympíumótinu í Ríó í fyrra. Gærdagurinn var ljúfur fyrir Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur sem nældi í tvenn verðlaun fyrir Ísland í bogfimi með trissuboga sama daginn á Smáþjóðaleikunum.

Helga vann til bronsverðlauna í liðakeppni blandaðra sveita ásamt Carsten Tarnow en sigraði síðan í einstaklingskeppninni með trissuboga. Helga hafði hafnað í efsta sæti í undankeppninni fyrr í vikunni. Þá tók við úrslitakeppni þar sem keppt er maður á mann með útsláttarfyrirkomulagi þar til tveir standa eftir. Helga fékk andstæðing frá Lúxemborg í úrslitaviðureigninni í gær og sigraði 140:129.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert