„Það er lítið slit í karlinum“

Þormóður Árni Jónsson í miðri glímu.
Þormóður Árni Jónsson í miðri glímu. mbl.is/Eva Björk

Eftir sigur á bæði Norðurlandamótinu og Smáþjóðaleikunum, hefur ólympíufarinn Þormóður Árni Jónsson hug á því að keppa á heimsmeistaramótinu í júdó í ágúst.

„Mig langar að keppa á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í lok ágúst og ætla mér það eins og staðan er núna. Ég er að skrifa ritgerð í sumar í mastersnáminu mínu og er ekki bara fínt að skrifa ritgerð og fara á heimsmeistaramót?“ spurði Þormóður léttur þegar Morgunblaðið spurði hann út í framhaldið.

Hann er 34 ára gamall og því á nokkuð krítískum aldri sem afreksíþróttamaður. Þormóður hefur þrívegis keppt á Ólympíuleikum en nú eru þrjú ár í þá næstu. Hann segist ekki gera áætlanir langt fram í tímann núorðið varðandi júdóið.

Nánar er rætt við Þormóð í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert