Merkilegt að mínir bestu hringir byrja flestir á skolla

Björgvin Sigurbergsson fylgist með gangi mála í Eyjum.
Björgvin Sigurbergsson fylgist með gangi mála í Eyjum. mbl.is/Sigfús Gunnar

Björgvin Sigurbergsson úr Keili hóf Íslandsmótið í höggleik, sem hófst í Vestmannaeyjum í gær, með glans og er með þriggja högga forystu eftir fyrsta dag. Heiðar Davíð Bragason er annar og voru þeir tveir einu kylfingarnir sem náðu að leika völlinn undir pari í gær. Í kvennaflokki er Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi einnig með þriggja högga forystu á Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili en Eygló Myrra lék á þremur höggum yfir pari.

„Ég er mjög ánægður með hringinn hjá mér. Ég byrjaði reyndar á tveimur skollum en þegar ég byrja á skolla líður mér alltaf vel. Það er svo merkilegt að mínir bestu hringir byrja flestir á skolla. Þetta er leikplanið hjá mér,“ sagði Björgvin léttur í bragði í samtali við Morgunblaðið eftir hringinn í gær.Eygló Myrra Óskarsdóttir var sjóðandi heit í gær, var eini keppandinn í kvennaflokki sem komst í gegnum fyrsta hringinn án þess að fá skramba (+2) eða þaðan af verra skor. Sjá nánar umfjöllun um Íslandsmótið í Morgunblaðinu í dag. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert