Sigurpáll á parinu í Þýskalandi

Sigurpáll Geir Sveinsson.
Sigurpáll Geir Sveinsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Sigurpáll Geir Sveinsson, úr GKj, lék á parinu eða 72 höggum á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Sigurþór Jónsson GR hefur einnig lokið leik og var á 76 höggum.

Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR er á parinu eftir að hafa leikið níu holur. Heiðar Davíð Bragason GR er kominn í hús á einu höggi undir pari og félagi hans úr GR Stefán Már Stefánsson lék á höggi yfir pari.

Alls eru 138 kylfingar sem taka þátt á þessu móti á þessum velli og komast um 20 efstu að loknum fjórða keppnisdegi áfram á 2. stig úrtökumótsins sem fram fer síðar í þessum mánuði.

Örn Ævar Hjartarson úr GS hefur leik í næstu viku á 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en hann valdi völl á Englandi til þess að keppa á. Sigmundur Einar Másson GKG mun reyna við PGA mótaröðina í Bandaríkjunum og hann á að hefja leik 16. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert