Tvær íslenskar í Afríku

Valdís Þóra Jónsdóttir býr nú að þeirri reynslu að hafa …
Valdís Þóra Jónsdóttir býr nú að þeirri reynslu að hafa leikið á lokaúrtökumótinu í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR verða báðar á meðal þátttakenda á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Lokamótið hefst á miðvikudaginn í Marokkó en þar komst Valdís í gegnum fyrra stigið á miðvikudaginn.

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst verður þetta í fyrsta skipti sem Ísland á tvo fullrúa á lokastigi úrtökumótanna, hvort sem um er að ræða karla- eða kvennaflokk. Alls á Ísland þrjá kylfinga á lokastiginu hjá báðum kynjum því Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst einnig á lokastigið hjá körlunum. Valdís og Ólafía freista þess að feta í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur úr Keili sem er eina íslenska konan sem unnið hefur sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Sjá umfjöllun um keppni golfkvennanna tveggja í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert