Spieth leiðir fyrir lokadaginn

Jordan Spieth fagnar sex metra pútti á 18. holu í …
Jordan Spieth fagnar sex metra pútti á 18. holu í dag. AFP

Jordan Spieth, einn fremsti kylfingur heims, er kominn með eins höggs forystu á FedEx-mótinu í Atlanta en hann skiptir um sæti við Henrik Stenson, sem var í efsta sæti eftir annan dag.

Stenson var í gær með þriggja högga forskot en glutraði því niður í dag þegar hann lék á 72 höggum. Spieth lék á 68 höggum eða tveim undir pari.

Spieth fullkomnaði frábæran dag með því að klára síðustu holu með sex metra pútti og nældi sér í fugl.

Spieth er fyrir lokadaginn í efsta sæti mótsins átta höggum undir pari. Stenson er í öðru sæti með sjö högg undir pari. Rickie Fowler og Paul Casey eru jafnir í þriðja og fjórða sæti með fjögur högg undir pari og í fimmta sætinu er Rory Mcllroy en hann er á þremur höggum undir pari.

Jason Day, sem er í efsta sæti heimlistans og búinn að vinna þrjú af síðustu fjórum stórmótum, er á pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert