Besti hringur Haraldar

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín Magnús náði í dag sínum besta hring á Mediter Real Estate Masters golfmótinu í Barcelona þegar hann lék á tveimur höggum undir pari vallarins.

Haraldur lék þriðja hringinn á 68 höggum og lyfti sér með því upp í 31.-36. sæti á einu höggi yfir pari samtals.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik, lék á sex höggum yfir pari í dag og er samtals á sjö yfir pari í 48.-50. sæti en 52 keppendur komust í  gegnum niðurskurðinn í gær.

Eins og fram kom fyrr í dag lék Birgir Leifur Hafþórsson á þremur höggum undir pari vallarins og er nú í 7.-10. sæti á samtals 5 höggum undir pari.

Florian Fritsch frá Þýskalandi er með algjöra yfirburði á mótinu. Hann lék annan hringinn í gær á 60 höggum og hina tvo á 69 og 66, og er á 17 höggum undir pari, sjö höggum á undan næsta manni sem er Kristoffer Reitan frá Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert