Valdís mun reyna við LPGA

Valdís Þóra Jónsdóttir í einvíginu á Seltjarnarnesi á dögunum.
Valdís Þóra Jónsdóttir í einvíginu á Seltjarnarnesi á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn frá Akranesi, Valdís Þóra Jónsdóttir, ætlar að fara í úrtökumót fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina en þar er um að ræða mótaröðina sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á.

Valdís hefur á þessu ári keppt á Evrópumótaröðinni eftir að hafa leikið við hvern sinn fingur í úrtökumóti í lok síðasta árs.

„Að loknu Íslandsmóti golfklúbba flýg ég út í úrtökumót fyrir LPGA. Ég hef tíma til að einbeita mér að því þar sem næsta mót hjá mér á Evrópumótaröðinni er ekki fyrr en 21. september. Eftir úrtökumót get ég því komið aftur heim og unnið vel í mínum leik með þjálfurum mínum,“ segir  Valdís sem mun leika í Kaliforníu á úrtökumótinu. Í haust fer aftur í gang þétt mótadagskrá á Evrópumótaröðinni þar sem góður árangur getur orðið til þess að Valdís framlengi keppnisrétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta ár en keppnisrétturinn er einungis til eins árs í senn.

Sjá samtal við Valdísi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert