Aðdáunarvert frumkvöðlastarf Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, LPGA
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, LPGA AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hefur náð hverjum merkisáfanganum á eftir öðrum á árinu 2017 og unnið mikið frumkvöðlastarf fyrir golfíþróttina á Íslandi. Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir helstu afrek hennar á árinu sem senn er að líða en Ólafía á þó enn eftir að keppa á tveimur afar merkilegum mótum á árinu; lokamóti LPGA-mótaraðarinnar og Drottningamótinu.

Þetta er fyrsta keppnistímabil Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og hún er jafnframt fyrst Íslendinga til að leika á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún hefur leik á lokamótinu í Flórída á morgun en allt árið safna kylfingar stigum til að vinna sér sæti á þessu móti, svo aðeins 82 efstu á þeim stigalista fá að taka þátt. LPGA-mótaröðin er sú sterkasta í heimi og því eru til dæmis 10 efstu kylfingar heimslistans á lokamótinu, og 18 af 20 efstu kylfingum heims. Lokamótið fer fram á velli Tiburón-golfklúbbsins í Naples í Flórída.

Sjá umfjöllunina um Ólafíu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en þar er farið ítarlega yfir árið hjá henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert