Gísli og Jón Karl í Gróttu

Jón Karl Björnsson er á leið til Gróttu þar sem …
Jón Karl Björnsson er á leið til Gróttu þar sem Halldór Ingólfsson er þjálfari en hér fagna þeir titli með Haukum. mbl.is/árni Sæberg

Gísli Guðmundsson markvörður og hornamaðurinn Jón Karl Björnsson hafa ákveðið að leika með nýliðum Gróttu í N1-deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili.

Báðir hafa þeir gengið frá samkomulagi við félagið þess efnis, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Gísli verður jafnframt aðstoðarþjálfari liðsins en Halldór Ingólfsson réð sig nýverið sem þjálfari Grótti.

Gísli hefur undanfarið leikið með Haukum og varð Íslands- og deildarmeistari með liðinu í vor. Jón Karl lék árum saman með Haukum en lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan og tók til við að dæma, m.a. leiki í N1-deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert