Selfoss lagði ÍR - Jafntefli í Víkinni

Sebastian Alexandersson þjálfari og markvörður Selfyssinga.
Sebastian Alexandersson þjálfari og markvörður Selfyssinga. mbl.is

Selfoss bar sigurorð af ÍR, 32:28, í 1. deild karla í handknattleik en liðin áttust við á Selfossi í kvöld. Ragnar Jóhannsson skoraði 12 af mörkum Selfyssinga og þeir Einar Héðinsson og Guðni Ingvarsson skoruðu báðir 5 mörk.. Hjá ÍR-ingum voru þeir Sigurður Magnússon og Þorgrímur Ólafsson atkvæðamestir með 6 mörk hvor.

Í Víkinni gerðu Víkingur og Afturelding jafntefli, 23:23. Davíð Georgsson og Óttar Pétursson gerðu 5 mörk hvor fyrir Víking en hjá Aftureldingu var Jóhann Jóhannsson markahæstur með 7 mörk og Bjarni Aron Þórðarson skoraði 6 mörk.

Afturelding er í efsta sæti með 11 stig, Selfoss hefur 10 og Víkingur 7.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert