Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, var valinn í úrvalslið mótsins á EM í Austurríki en liðið var tilkynnt rétt í þessu. Tékkinn Filip Jicha var valinn leikmaður mótsins en hann var jafnframt markakóngur.
Jicha er lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel. Jicha er vinstri skytta í liði mótsins og Ólafur skytta hægra megin. Úrvalslið EM er þannig skipað:
Markvörður: Slawomir Szmal Póllandi
Vinstri hornamaður: Manuel Strlek Króatíu
Vinstri skytta: Filip Jicha Tékklandi
Leikstjórnandi: Nicola Karabatic Frakklandi
Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Íslandi
Hægra hornamaður: Luc Abalo Frakklandi
Línumaður: Igor Vori Króatíu