Ísland mætir Króatíu, Noregi og Slóveníu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska landsliðið í handknattleik dróst í riðil með Króatíu, Noregi og Slóveníu í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla sem fram Serbíu frá 15. til 29. janúar á næsta ári. Dregið var í riðla keppninnar fyrir stundu í Belgrad í Serbíu og fara leikir íslenska landsliðsins fram í Vrsac í austurhluta Serbíu, nærri landamærunum við Rúmeníu.

A-riðill:   Pólland, Danmörk, Serbía, Slóvakía - leikið í Belgrad.

B-riðill:   Þýskaland, Svíþjóð,  Tékkland, Makedónía  - leikið í Nis.

C-riðill:  Frakkland, Ungverjaland, Spánn, Rússland - leikið í Novi Sad.

D-riðill: Króatía, Noregur,  Ísland, Slóvenía  - leikið í Vrsac.

Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður gegn Króatíu 16. janúar. Tveimur dögum síðar mætir íslenska landsliðið því norska og lokaleikur riðlakeppninnar verður við Slóveníu 20. janúar. 

Þrjár þjóðir komast áfram og fari íslenska landsliðið upp úr riðlinum og í milliriðil mætir liðið þjóðum úr C-riðli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert