Sigurbergur hvílir aftur

Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það kemur aftur í hlut Sigurberg Sveinssonar að hvíla í íslenska landsliðinu í dag en klukkan 16.15 að íslenskum tíma hefst leikur Íslendinga og Japana í forkeppni Ólympíuleikanna.

Sigurbergur var ekki á skýrslu í sigurleiknum á móti Sílemönnum og sat því í áhorfendapöllunum sem 17. maður en 16 eru á leikskýrslu.

Sigur gegn Japönum í dag tryggir Íslendingum farseðilinn á Ólympíuleikana í London í sumar en liðin mættust síðast á heimameistaramótinu í Svíþjóð á síðasta ári þar sem Íslendingar unnu stórsigur, 36:22.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert