Get vonandi hjálpað til

Eyþór Magnússon, Björn Ingi Friðþjófsson, Þórir Ólafsson, Gunnar Harðarson og …
Eyþór Magnússon, Björn Ingi Friðþjófsson, Þórir Ólafsson, Gunnar Harðarson og Vilhjálmur Halldórsson formaður meistaraflokksráðs. Ljósmynd/Stjarnan

„Ég heyrði fyrst í þeim í vor og eftir að hafa tekið mér gott frí fóru hlutirnir að þróast. Mér leist mjög vel á hlutina í Garðabænum og ákvað að kýla á þetta enda um spennandi verkefni að ræða,“ sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson í samtali við Morgunblaðið, en hann samdi í gær við nýliða Stjörnunnar til þriggja ára og mun leika með þeim í Olís-deild karla í handknattleik.

Þórir hefur síðastliðin níu ár leikið erlendis, þar af síðustu þrjú með Kielce í Póllandi, en snýr nú heim og er sestur að á Selfossi. Mörg lið hér heima föluðust eftir kröftum hans, en auk þess að leika með Stjörnunni mun Þórir jafnframt vera aðstoðarmaður Skúla Gunnsteinssonar, þjálfara liðsins. Var það þjálfarastarfið sem var vendipunkturinn í ákvörðuninni?

„Ég hafði aðeins hugsað um það en vissi svo ekki hvernig maður mundi kunna við sig í þjálfarastarfi. Það er því ágætt að taka þetta í smáum skrefum þar sem pressan er ekkert gríðarleg, það verður að prófa þetta og sjá hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. En vonandi get ég komið með einhverja punkta og hjálpað liðinu,“ sagði Þórir, sem sagði þó ekki hafa verið í sérstökum forgangi að snúa heim þegar ljóst yrði að hann yfirgæfi Kielce.

Nánar er rætt við Þóri í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert