Dagur: Er hvergi banginn

Dagur ásamt forráðamönnum þýska handknattleikssambandsins í dag.
Dagur ásamt forráðamönnum þýska handknattleikssambandsins í dag. Ljósmynd/dhb.de

„Þetta er auðvitað mikil áskorun fyrir mig en ég geri mér grein fyrir því að þetta verður mjög krefjandi og ekki síst þetta fyrsta ár þar sem ég verð einnig þjálfari Füchse Berlin,“ sagði Dagur Sigurðsson við mbl.is en hann var í morgun ráðinn þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik.

„Það verður erfitt að yfirgefa Füchse Berlin en á móti kemur að ég er að fara í mjög skemmtilegt verkefni. Ég veit að ég hef góðan stuðning og er hvergi banginn við að taka þetta starf að mér,“ sagði Dagur en ítarlegt viðtal verður við Dag í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert