Tíu mörk Sunnu dugðu ekki til

Sunna Jónsdóttir í búningi BK Heid.
Sunna Jónsdóttir í búningi BK Heid. Ljósmynd/BK Heid

Sunna Jónsdóttir var langmarkahæst í liði Heid sem mátti sætta sig við naumt tap gegn VästeråsIrsta, 23:22, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag.

Sunna skoraði 10 mörk í leiknum, eða tæplega helming marka Heid, en næst henni kom Kristina Bundsen með 4 mörk.

Sunna var fyrir tímabilið valin mikilvægasti leikmaður Heid og kvaðst vita að hún þyrfti að taka mikla ábyrgð á sínar herðar í vetur. Miðað við þennan fyrsta leik verður sú raunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka