Vitum hvernig Guðmundur hugsar

„Við könnumst vel við danska liðið og eins þjálfarann,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handknattleik, er mbl.is hitti hann að máli Doha í Katar í morgun. Ásgeir og félagar í íslenska landsliðinu eru þegar farnir að búa sig undir viðureignina við lærisveina Guðmundur Þ. Guðmundssonar í danska landsliðinu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer annað kvöld.

„Gummi þjálfaði okkur flesta mjög lengi og þekkir okkur vel. Hann er vinur okkar, þannig lagað. Það gerir dýnamíkina í leiknum ennþá skemmtilegri en ella. Á móti kemur að við vitum vel hvernig hann hugsar og leggur leikinn upp. Þannig að segja má að kynnin virki í báðar áttir.

Það var engin hallarbylting þegar Aron Kristjánsson tók við af Guðmundi sem landsliðsþjálfari um breytingar á leikskipulagi íslenska landsliðsins við þjálfaraskiptin fyrir nærri tveimur og hálfu ári,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert