Verður erfitt hjá Stjörnunni

Garðbæingar eru í erfiðri stöðu
Garðbæingar eru í erfiðri stöðu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Róðurinn verður erfiður hjá Stjörnunni í Garðabæ ef marka má leik liðsins í gærkvöldi þegar liðið tók á móti FH-ingum. Lokatölur þar urðu 21:25 og Stjarnan áfram í næstneðsta sæti með 15 stig, tveimur stigum á eftir Fram sem krækti í tvö stig í gærkvöldi. HK-ingar halda hins vegar fast í fjórða sætið og eru nú tveimur stigum á eftir ÍR.s

Vörn og markvarsla hjá Stjörnunni var í ágætis standi lengstum í leiknum í gær en sóknarleikurinn var slakur. FH-ingar léku framliggjandi 3-2-1-vörn og lokuðu þar með á Egil Magnússon, unga, hávaxna og bráðefnilega skyttu. Þetta varð til þess að lítil ógnun var af vinstri vængnum og það sama má raunar segja um þann hægri líka þar til Þórir Ólafsson kom þar inn. Sóknin byggðist fyrst og fremst á einstaklingsframtaki og það vantaði allt flæði í hana, menn reyndu mikið sjálfir maður á móti manni og gekk brösuglega.

FH-ingar voru sterkari, vörn og markvarsla í ágætu standi og sóknin hreyfanleg og unnin í samvinnu. Reyndar var þetta dálítið erfitt framan af leiknum, en síðan í ágætu lagi. Magnús Óli, Ásbjörn og Daníel ásamt markverðinum Ágústi Elí voru bestir.

Fjallað er um leiki gærkvöldsins í handboltanum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert