„Hefði viljað vinna síðasta leikinn“

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ekki sáttur við framistöðu sinna manna í leiknum gegn Aftureldingu í dag en fyrir leikinn höfðu Valsmenn tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

„Það voru bæði lið að hvíla menn en ég var spenntur fyrir þessum leik. Mér gafst tækifæri til að nota leikmenn eins og Ými Örn sem ekkert hefur spilað í vetur og þá fékk Daníel tækifæri en hann hefur lítið spilað.

Ég hefði viljað vinna síðasta leikinn og ég var ósáttur við að við gerðum sömu mistökin í vörn og í sókninni voru við ekki nógu beittir og spiluðum bara illa,“ sagði Óskar Bjarni við mbl.is eftir leikinn en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert