Strákarnir sluppu við dauðariðil

Aron Kristjánsson í leik.
Aron Kristjánsson í leik. mbl.is/Golli

„Við getum ekki verið annað en ágætlega sáttir. C-riðillinn er klárlega dauðariðillinn í þessu móti,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, í Morgunblaðinu í dag.

Ísland dróst í B-riðil lokakeppni EM, sem fram fer í Póllandi í janúar á næsta ári, og er með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi í riðli. Ísland var í 2. styrkleikaflokki, ásamt Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi, og gat því ekki mætt þeim liðum.

Riðill Íslands fer fram í bænum Katowice, 80 kílómetrum frá Kraká, þar sem A-riðillinn fer fram. Þrjú efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðla, þar sem Ísland myndi mæta liðum úr A-riðlinum.

Sjá viðtal við Aron Kristjánsson um dráttinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert