Hún er alltaf 150 prósent

Florentina Stanciu í landsleik.
Florentina Stanciu í landsleik. mbl.is/Styrmir Kári

Markvörðurinn Florentina Stanciu átti frábæran leik á milli stanganna í liði Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af Íslands- og bikarmeisturum Gróttunnar í 15. umferð Olís-deildar kvenna um nýliðna helgi.

Florentina, sem leikið hefur hér á landi í mörg ár með ÍBV og Stjörnunni, skellti marki sínu í lás á löngum köflum í leiknum en hún varði 20 skot, þar af tvö vítaköst, og Stjarnan fagnaði góðum sigri, 23:18, eftir að hafa verið 14:6 yfir í leikhléi.

Morgunblaðið fékk Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur, reynsluboltann í liði Stjörnunnar, til að lýsa samherja sínum.

Er stórkostlegur karakter

,,Florentina er markvörður sem þú vilt hafa í þínu liði og það er engin vafi í mínum huga að hún er allra besti markvörðurinn sem hefur spilað hér heima. Hún er stórkostlegur karakter í alla staði og heilsteypt í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Florentina leggur sig alltaf 150 prósent fram og þegar hún hrekkur í gang þá er bara enginn möguleiki á móti henni. Ef vörnin fyrir framan hana er góð þá á hún auðvelt með að skella markinu í lás og hefur gert það margoft,“ segir Hanna Guðrún.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert