„Eigum talsvert inni“

Frá viðureign Hauka og Aftureldingar.
Frá viðureign Hauka og Aftureldingar. Árni Sæberg

„Eftir að misstum Haukana fjórum mörkum frammúr okkur í seinni hálfleik þá var þetta erfitt,“ sagði Birkir Benediktsson leikmaður Aftureldingar við mbl.is eftir fjögurra marka tap fyrir Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld.

„Við hefðum getað gert betur. Sóknarleikurinn var svolítið stirður og þá var Morkunas okkur erfiður í markinu en sum skotin okkar voru alls ekki nógu góð. Haukarnir eru þannig lið að þú mátt ekki mikið klikka þá refsa þeir,“ sagði Bjarki.

Afturelding fær annað tækifæri til að vinna Haukana á sama stað á sunnudaginn en þá mætast liðin í átta liða úrslitum bikarsins.

„Við hljótum að geta dregið einhvern lærdóm af þessum leik og við munum gefa allt í bikarleikinn. Ef við náum að spila okkar besta leik þá getum við vel unnið þá. Við eigum talsvert inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert