Afturelding upp að hlið Fram og ÍBV

Garðar Benedikt Sigurjónsson og Þorgrímur Smári Ólafsson reyna að stöðva …
Garðar Benedikt Sigurjónsson og Þorgrímur Smári Ólafsson reyna að stöðva Jóhann Gunnar Einarsson. Mbl.is/Golli

Afturelding vann Fram, 29:24, í 20. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld og komst þar með upp að hlið Fram og ÍBV í 3.-5. sæti, en öll eru liðin með 21 stig.

Afturelding byrjaði leikinn betur og náði fljótt fjögurra marka forskoti, sem liðið hafði einnig þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik, en þá var staðan 14:10.

Markverðir beggja liða vörðu vel í fyrri hálfleiknum en það var Eistlendingurinn Mikk Pinnonen sem var besti maður vallarins, sífellt að búa til góð færi fyrir liðsfélaga sína. Honum óx svo bara ásmegin þegar á leið, og hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum. Árni Bragi Eyjólfsson átti einnig stórgóðan leik í hægra horninu hjá heimamönnum, sem nýttu hraðaupphlaupin sín betur en Framarar.

Gestirnir fengu nokkrum sinnum færi á að jafna metin í seinni hálfleik, eftir að Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði þrjú mörk á þremur mínútum um miðjan hálfleikinn og minnkaði muninn í 20:19. Þeir fóru hins vegar illa með hraðaupphlaup og fleiri góð færi, og með Davíð Svansson góðan í markinu stóðu Mosfellingar af sér öll áhlaup.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld.

Afturelding 29:24 Fram opna loka
60. mín. Davíð Hlíðdal Svansson (Afturelding) varði skot Davíð búinn að eiga mjög góðan leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert