Þetta er eins og draumur hafi ræst

Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs gegn …
Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs gegn Barcelona í gær en seinni leikur liðanna er eftir. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu frábæran sigur gegn Spánarmeisturum Barcelona, 29:24, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær. Það var boðið upp á frábæran leik í Sparkassen-höllinni þar sem Kiel hafði undirtökin nær allan tímann. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 16:12, Kiel í hag, en strákarnir hans Alfreðs léku frábæran varnarleik með danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin í fantaformi á milli stanganna. Dominik Klein var markahæstur í liði Kiel með 9 mörk, Johan Canellas skoraði 6 og Domagoj Duvnjak var með 5. Hjá Börsungum var Kiril Lazarov markahæstur með 6 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk.

„Þessi úrslit eru eins og draumur hafi ræst en þrátt fyrir þessa forystu erum við enn litla liðið í þessu einvígi. Allir sem hafa spilað í Palau Blaugrana vita hvað það þýðir,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert