„Þetta var glórulaus dómur“

Línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson.
Línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson. mbl.is/Golli

„Þetta var glórulaus dómur þarna í lokin. Það voru tveir FH-ingar inni í teignum og þetta var augljóst vítakast sem við áttum að fá,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, við mbl.is eftir tap sinna manna gegn FH-ingum, 28:27, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar í Kaplakrika í kvöld.

„Við getum kannski sjálfum okkur um kennt að hafa komið okkur í þessa stöðu en vítið áttum við klárlega að fá,“ sagði Jón Heiðar en dómarar leiksins dæmdu ruðning á Erni Hrafn Arnarson þegar skammt var til leiksloka.

„Í sókninni á undan fékk ég tvær mínútur fyrir peysutog en það var hangið í peysunni hjá mér nær allan leikinn án þess að nokkuð væri að gert. Þetta voru tveir dómar sem féllu gegn okkur undir lokin en dómararnir gera mistök eins og við leikmennirnir.

Þessi leikur gefur forsmekkinn að því sem koma skal. Ég var á leiðinni í framlengingu og ég er enn að ná mér yfir að svo hafi ekki verið. Þetta einvígi verður stál í stál. Við ætlum að svara fyrir okkur að Varmá í næsta leik og ég trúi ekki öðru en að kofinn verði smekkfullur,“ sagði Jón Heiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert