FH hafði betur í spennuleik

Ernir Hrafn Arnarson stekkur upp gegn vörn FH í leiknum …
Ernir Hrafn Arnarson stekkur upp gegn vörn FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH-ingar tóku forystuna í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik en FH fagnaði sigri, 28:27, í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í gær.

Deildarmeistararnir voru yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:13, þar sem þeir voru skrefinu á undan og náðu mest fjögurra marka forskoti en Mosfellingar áttu góðan endasprett í hálfleiknum með því að skora þrjú síðustu mörkin.

Mosfellingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu tvö fyrstu mörkin og náðu forystunni en FH-ingar voru fljótir að svara fyrir og náðu frumkvæðinu á nýjan leik sem þeir héldu út leiktímann þrátt fyrir harða mótspyrnu frá leikmönnum Aftureldingar. Mosfellingar áttu síðustu sóknina en þeir fengu boltann þegar 45 sekúndur voru eftir en þegar skammt var til leiksloka var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn, dómur sem orkaði mjög tvímælis og FH-ingar héldu boltanum út leiktímann.

Liðsmenn Aftureldingar voru mjög óhressir með dóminn og vidu meina að þeir hefðu átt að fá vítakast þar sem þeir töldu að tveir leikmenn FH-liðsins hefðu varist inni í teignum.

Hinn ungi og stórefnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stóreik fyrir FH-inga. Hann skoraði 7 mörk og átti fjölda stoðsendinga í leiknum. Hjá Mosfellingum var Ernir Hrafn Arnarson bestur en hann var markahæstur í liði Aftureldingar með 8 mörk.

FH 28:27 Afturelding opna loka
60. mín. Afturelding tekur leikhlé Það eru 45 sekúndur eftir. Spennan er rafmögnuð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert