Faraldur vítakeppna geisar

Kristján Arason var góð vítaskytta og skoraði gegn A-Þjóðverjum.
Kristján Arason var góð vítaskytta og skoraði gegn A-Þjóðverjum.

Með einungis nokkurra daga millibili hafa handboltaunnendur í tvígang fengið að sjá vítakeppni í úrslitakeppnum Íslandsmótsins. Annars vegar hjá Haukum og Fram í karlaflokki síðasta laugardag og hins vegar hjá Stjörnunni og Gróttu í kvennaflokki á fimmtudagskvöldið.

Ég er afskaplega hlynntur því að gripið sé til vítakeppni þegar á þarf að halda. Hvort sem það er í handbolta eða þá í fótbolta og íshokkí. Í handboltanum hafa leikmenn fengið 80 mínútur til að útkljá sín mál, 120 mínútur í fótboltanum og 65 mínútur í íshokkí.

Sé íþróttafólkið hrætt við vítakeppni þá getur það alla vega ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið tíma til að sækja sigur. Útfærslan er reyndar aðeins frábrugðin á ísnum. Þar ráðast úrslitin á gullmarki ef mark er skorað í framlengingunni og líkurnar á því auknar með því að fækka um einn í hvoru liði í framlengingunni.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert