Haukar með montréttinn í Hafnarfirði

Guðmundur Bragi Ástþórsson úr Haukum með boltann í kvöld.
Guðmundur Bragi Ástþórsson úr Haukum með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH og Haukar mættust í 20. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka, 31:28, en leikið var í Kaplakrika. Með sigrinum eru Haukar með 24 stig eftir 20 leiki en FH er áfram í efsta sæti deildarinnar með 33 stig eftir 20 leiki, einu stigi meira en Valur.

Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks og var munurinn á liðunum aldrei meiri en eitt til tvö mörk fyrstu 11 mínútur leiksins. Þá fór lið Hauka að síga framúr og eftir 25 mínútna leik var staðan 15:10 fyrir Hauka.

Erfitt er að segja hver munurinn var á liðunum í fyrri hálfleik fyrir utan það að Hauka nýttu sín færi betur ásamt því að Magnús Gunnar Karlsson varði 6 skot í fyrri hálfleik fyrir Hauka á meðan Daníel Freyr Andrésson varði 2 skot fyrir FH.

Markahæstur í liði Hauka í fyrri hálfleik var Guðmundur Bragi Ástþórsson með 8 mörk, þar af 2 úr vítaskotum. Í liði FH var það Jóhannes Berg Andrason sem skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 19:15 fyrir Hauka.

Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Það tók FH 11 mínútur að vinna upp 5 marka mun og komast síðan yfir í stöðunni 24:23. Eftir það var leikurinn í járnum og gríðarleg spenna í Kaplakrika.

Haukar náðu aftur 2 marka forskoti í stöðunni 28:26 en FH minnkaði muninn 28:27. Haukar fengu þá vítakast og úr því skoraði Guðmundur Bragi og staðan 29:27 þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum.

FH-ingar fengu tækifæri til að minnka muninn, meðal annars úr vítaskoti, en þeim tókst ekki að skora meira í leiknum og á endanum unnu Haukar gríðarlega sterkan sigur.

Markahæstur í liði Hauka var Guðmundur Bragi með 10 mörk, þar af 4 úr vítum, en í liði FH var Jóhannes Berg Andrason með 8 mörk.

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot í marki FH, þar af eitt vítasko,t en Magnús Gunnar Karlsson varði 7 skot í liði Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson kom gríðarlega sterkur inn í síðari hálfleik og varði 6 skot, þar af þrjú vítaskot.

FH 28:31 Haukar opna loka
60. mín. Ólafur Ægir Ólafsson (Haukar) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert