Viktor Gísli í Barcelona?

Viktor Gísli Hallgrímsson gæti gengið í raðir Barcelona.
Viktor Gísli Hallgrímsson gæti gengið í raðir Barcelona. Ljósmynd/Kristján Orri

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er á leið í spænska stórveldið Barcelona að sögn Jordi Costa, stjórnanda útvarpsþáttarins Tot costa.

Greinir hann frá að Barcelona sé að vinna í því að fá Ludovic Fábregas, Viktor Gísla og Dani Fernández fyrir næsta tímabil.

Viktor Gísli ver mark Nantes í Frakklandi um þessar mundir, en hann kom til félagsins frá GOG í Danmörku. Er hann uppalinn hjá Fram.

Markvörðurinn ungi hefur lengi verið orðaður við Kiel, eitt sterkasta lið Þýskalands, en Kiel fær nú samkeppni frá spænska stórveldinu. 

Barcelona er eitt sterkasta lið Evrópu og með gríðarlega yfirburði heimafyrir í spænsku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert