Grótta í úrvalsdeild eftir mikla spennu

Gróttukonur fagna vel í leikslok.
Gróttukonur fagna vel í leikslok. mbl.is/Eyþór

Grótta tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta með sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik í dag, 22:21. Grótta vann einvígið 3:2 og tekur sæti Mosfellinga í efstu deild á meðan Afturelding fellur niður í 1. deild.

Gríðarlegt jafnræði var með liðunum allan tímann og var staðan í hálfleik 13:12 fyrir Aftureldingu. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn betur og var með 20:17 forskot þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

Þrátt fyrir pressu á lokakaflanum tókst Aftureldingu ekki að jafna og Seltirningar fögnuðu vel í leikslok.  

Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 6, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Sylvía Björt Blöndal 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1.

Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 15.

Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2.

Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert