Nígeríska þingið krefst skýringa

Slakur árangur nígeríska landsliðsins á HM er nú kominn inn …
Slakur árangur nígeríska landsliðsins á HM er nú kominn inn á borð þingsins þar í landi. Reuters

Nígeríska þingið hefur samþykkt að íþróttamálaráðherra landsins og formaður knattspyrnusambandsins komi á fund þess og gefi skýringar á slöku gengi nígeríska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Suður  Afríku. Nígeríumenn fengu aðeins eitt stig í þremur leikjum í B-riðli. 

Gbenga Elegbeleye, varaforseti nígeríska þingsins, segir árangurinn vera algjörlega óviðundandi og leita verði skýringa hjá þeim sem stýra málum landsliðsins. Því verði yfirmenn íþróttamála og knattspyrnusambandsins kallaði inn á teppið á næstu dögum þar sem þeim verður gert skylt að leggja spilin á borðið vafningalaust. Háum fjármunum úr sjóðum ríkisins hafi verið varið til að búa landsliðið sem best undir keppnina. Því eigi þingið og almenningur rétt á að fá trúverðugur skýringar á slöku gengi liðsins og í hvað peningarnir hafi farið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert