Spænsku sjónvarpsmennirnir misstu sig (myndband)

Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu í Jóhannesarborg í gærkvöldi.
Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu í Jóhannesarborg í gærkvöldi. Reuters

Spænsku íþróttafréttamennirnir sem fylgdust með úrslitaleik Spánverja og Hollendinga á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi misstu sig gjörsamlega þegar Andrés Iniesta skoraði mark Spánar undir lok framlengingarinnar.

 Íþróttafréttamennirnir missa sig, smellið HÉR

Jose Antonio Camacho fyrrum landsliðsþjálfari Spánar var annar þeirra sem lýsti leiknum í spænska sjónvarpinu og þegar Iniesta skoraði fagnaði Camacho gífurlega ásamt félaga sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert