Fimmta sætið á HM "opnar" dauðafæri á ÓL 2008

íslenska landsliðið fagnar sigri á HM í Þýskalandi.
íslenska landsliðið fagnar sigri á HM í Þýskalandi. Gunter Schröder

Samkvæmt reglum sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur gefið út um varðandi væntanlega forkeppni fyrir Ólympíuleikanna er ljóst að ef íslenska landsliðið tapar báðum þeim leikjum sem það á eftir á heimsmeistaramótinu og hafnar í áttunda sæti þarf það að treysta á góðan árangur á EM í Noregi á næsta ári til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Í þá keppni komast sjálfkrafa þær þjóðir sem hafna í 2.-7. sæti á HM sem nú stendur yfir. Jafnljóst er einnig að 5. sætið á HM mun að öllum líkindum veita auðveldasta tækifærið til þess að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum samkvæmt gögnum um forkeppnina frá IHF sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Þetta þýðir að sigur á Rússum í dag myndi tryggja Íslandi sæti í forkeppninni, og sigur í kjölfarið á Króatíu eða Spáni í leiknum um 5. sætið myndi koma liðinu í afar vænlega stöðu með að komast á Ólympíuleikana.

Sjá ítarlega umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert