Guðjón: „Rússar voru klókari“

Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Günter Schröder.

„Við vorum að mínu mati betra liðið en Rússarnir voru einfaldlegar klókir í sínum aðgerðum. Á meðan við vorum að taka léleg skot utan af velli leituðu þeir að einföldum færum eftir að hafa spilað boltanum lengi á milli sín,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við RÚV eftir leikinn gegn Rússum í dag í Hamborg á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Þar höfðu Rússar betur, 28:25, og leika Íslendingar um 7. sætið á laugardag gegn Spánverjum sem höfðu titil að verja er þeir mættu til leiks á HM. Guðjón sagði að það skipti engu máli úr þessu hvaða liði þeir mættu. Öll liðin væru sterk sem eftir væru á HM. Það er að miklu að keppa í leiknum gegn Spánverjum þar sem að liðin í sætum 2-7 á HM fá þátttökurétt í undankeppni fyrir ólympíuleikana í Peking á næsta ári.

Samkvæmt reglum sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur gefið út um varðandi væntanlega forkeppni fyrir Ólympíuleikanna er ljóst að ef íslenska landsliðið tapar báðum þeim leikjum sem það á eftir á heimsmeistaramótinu og hafnar í áttunda sæti þarf það að treysta á góðan árangur á EM í Noregi á næsta ári til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna.

Í þá keppni komast sjálfkrafa þær þjóðir sem hafna í 2.-7. sæti á HM sem nú stendur yfir. Jafnljóst er einnig að 5. sætið á HM mun að öllum líkindum veita auðveldasta tækifærið til þess að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum samkvæmt gögnum um forkeppnina frá IHF sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Þetta þýðir að sigur á Rússum í dag myndi tryggja Íslandi sæti í forkeppninni, og sigur í kjölfarið á Króatíu eða Spáni í leiknum um 5. sætið myndi koma liðinu í afar vænlega stöðu með að komast á Ólympíuleikana.

Sjá ítarlega umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert