Þarf bara að hlaupa fram

Guðjón Valur Sigurðsson fór fyrir íslenska landsliðinu í sigrinum á Brasilíu 34:26 í Norrköping á HM í handknattleik í kvöld. Guðjón bar fyrirliðabandið í fjarveru Ólafs Stefánssonar og var valinn maður leiksins.

Guðjón skoraði ellefu mörk og ánægjulegt var að sjá hann í þessum ham á nýjan leik en hnémeiðsli héldu honum frá keppni mestan part síðasta árs. 

Guðjón vildi í samtali við mbl.is ekki gera mikið úr markaskorun sinni í leiknum en sagðist vera ánægður með byrjun Íslands í keppninni enda tveir sannfærandi sigrar komnir í hús og Ísland í toppsæti B-riðils.

Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt ellefu marka sinna í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt ellefu marka sinna í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert