Óvíst hvort Ingimundur geti leikið

Ljósmyndari mbl.is var ekki langt undan þegar Ingimundur varð fyrir …
Ljósmyndari mbl.is var ekki langt undan þegar Ingimundur varð fyrir meiðslum í gær. mbl.is/Golli

Ingimundur Ingimundarson sagði í samtali við mbl.is í kvöld að óvíst væri hvort hann yrði leikfær þegar Ísland mætir Króatíu í leiknum um 5. sætið á HM í handknattleik á föstudaginn. Ingimundur var borgaralega klæddur á áhorfendapöllunum í kvöld.

Ingimundur fór í myndatöku í dag og samkvæmt henni eru meiðsli hans ekki alvarleg en hann meiddist á hné í leiknum gegn Spánverjum í gærkvöldi. Ingimundur lenti illa undir lok fyrri hálfleiks og kom ekki meira við sögu í leiknum.

 „Þetta gerðist þegar ég lenti. Ég fór inn af línunni og Spánverjinn pressaði á mig. Golfið var svo stamt að þegar ég lenti þá rann ég ekkert til og líkamsþunginn fór ofan á fótinn. Eitthvað klemmdist í hnénu en allt það mikilvægasta er alla vega óskaddað. Verkurinn er í aftanverðu og utanverðu hnénu og leiðir aðeins niður í fótinn. Læknarnir héldu að litla beinið í sköflungnum hefði hugsanlega brotnað en svo reyndist ekki vera,“ sagði Ingimundur við mbl.is í Jönköping í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert