Áræðnin fór hjá okkur

Ólafur Guðmundsson og Bjarki Már Gunnarsson taka Dejan Manaskov föstum …
Ólafur Guðmundsson og Bjarki Már Gunnarsson taka Dejan Manaskov föstum tökum í leiknum við Makedóníu á HM í Frakklandi í gær. AFP

„Það var alltaf markmiðið hjá okkur að komast í 16 liða úrslitin. Því hefur verið náð og við erum auðvitað ánægðir með það þegar fram líða stundir. En við vorum hreint ansi nálægt því að ná þriðja sætinu og tryggja okkur leik gegn Norðmönnum, sem vitaskuld er miklu viðráðanlegra verkefni en að glíma við Frakkana,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir jafntefli Íslands og Makedóníu á HM í Metz í gær. Ísland endaði þar með í fjórða sæti í riðlinum og mætir heimsmeisturum Frakka í 16- liða úrslitum í Lille á morgun.

„Mér sýnist á öllu að við höfum tapað frumkvæðinu síðustu tíu mínútur leiksins. Við vorum komnir í vænlega stöðu en áræðnin fór og við fórum svolítið að passa upp á að halda forskotinu. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og við verðum að læra af þessu,“ sagði Geir.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert