„Héldu að þeir væru að fara að valta yfir okkur“

Aron Knútsson á ferðinni á eftir pökknum í leiknum við …
Aron Knútsson á ferðinni á eftir pökknum í leiknum við Rúmeníu í gærkvöldi. Ljósmynd/Sorin Pana

„Þetta var bara geggjað og að fá mark líka er alveg toppurinn,“ sagði Aron Knútsson, landsliðsmaður í íshokkí, þegar Morgunblaðið tók hann tali í klefa íslenska liðsins í skautahöllinni í Galati í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði þá unnið sögulegan 2:0-sigur á gestgjöfum Rúmeníu á HM, þann fyrsta í sögunni, og valdi Aron heldur betur tímann til þess að skora sitt fyrsta landsliðsmark.

Það höfðu fáir fyrir utan íslenska liðið sjálft trú á því að nokkuð þessu líkt myndi eiga sér stað í gærkvöldi og Aron segir að hann hafi fundið það hjá rúmensku leikmönnunum.

„Þeir höfðu enga trú á okkur og héldu að þeir væru að fara að valta yfir okkur. En það gerðist alls ekki, við börðumst hart og þeir áttu bara ekki séns,“ sagði Aron, en stuðningsmenn Rúmeníu voru háværir lengst af í leiknum þar til kom í ljós í hvað stefndi.

„Þeir voru bara byrjaðir að fagna með okkur í lokin, það var alveg rosalegt. Það voru allir svo hissa á okkur og þetta var alveg ótrúlega gaman,“ sagði Aron ennfremur.

Nánar er rætt við Aron og fjallað um sigur Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert