Meistararnir góðir - Njarðvík rúllaði yfir Snæfell

Ernestas Ezerskis frá Litháen brýst upp að körfu Fjölnis í …
Ernestas Ezerskis frá Litháen brýst upp að körfu Fjölnis í leiknum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Iceland Express deildin í körfuknattleik hófst í kvöld með fjórum leikjum. Íslandsmeistaralið KR tók á móti móti Fjölni og var sigur KR aldrei í hættu, 100:78. Njarðvík vann Snæfell, 81:71. Í Hveragerði tók Hamar á móti nýliðum Tindastóls og þar höfðu nýliðarnir frá Sauðárkróki betur, 81:76 Á Akureyri áttust við Þór og bikarmeistaralið ÍR. Þór hafði betur, 87:85, en Þór sigraði í 1. deild á síðustu leiktíð. Fylgst var með gangi mála í leikjum

KR - Fjölnir 100:78.

Leiknum er lokið með sigri Íslandsmeistaraliðs KR, 100:78.

Joshua Helm skoraði 20 stig fyrir KR og Brynjar Þór Björnsson var með 16. Ernestas Ezerskis skoraði 15 stig. Í liði Fjölnis skoraði Karlton Mims 18 stig líkt og Drago pavlovic. Nemanja Sovic var með 16 stig fyrir Fjölni.

3. leikhluta er lokið 68:55. Staðan eftir 1. leikhluta var 25:20 en staðan í hálfleik var 48:38.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá leiknum með þvi að smella hér.

Njarðvík - Snæfell 84:71.

Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkur, 84:71. Brenton Birmingham skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 15 stig. Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Snæfell.

3. leikhluta er lokið 64:49. Staðan eftir 1. leikhluta var 21:13 en staðan í hálfleik var 40:26.

Friðrik Stefánsson var í byrjunarliði Njarðvíkinga en hann fór í hjartaþræðingu á dögunum en virðist vera búinn að ná sér.

Þór A.- ÍR 87:85.

Leiknum er lokið með sigri Þórs, 87:85. Tölfræði leiksins. ÍR fékk þrjú tækfæri undir lok leiksins til þess að jafna en það tókst ekki. Óðinn Árnason skoraði 25 stig fyrir Þór og tók 9 fráköst. Hreggviður Magnússon skoraði 22 stig fyrir ÍR.

3. leikhluta er lokið 59:55. Staðan var 42:32 í hálfleik.

Hamar - Tindastóll 76:81.

Leiknum er lokið með sigri Tindastóls, 81:76.. Staðan var 20:25 eftir 1. leikhluta og 36:38 eftir fyrri hálfleik og 53:58 var staðan eftir þriðja leikhluta.

Tölfræði leiksins.

Avi Fogel verður í leikmannahóp KR en hann kom til landsins í dag. Hann er þriðji leikstjórnandinn sem kemur til KR á þessu hausti en áður hafa þeir Ernestas Ezerskis frá Litháen og Serbinn Samir Shaptahovic komið við sögu í þeirri stöðu á þessu hausti. Shaptahovic hefur samið við Tindastól og mun hann leika með liðinu á þessari leiktíð.

KR-ingurinn Fannar Ólafsson í baráttunni við George Byrd, fyrrum leikmann …
KR-ingurinn Fannar Ólafsson í baráttunni við George Byrd, fyrrum leikmann Skallagríms en Byrd leikur núna með Hamri. Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert