Boston tapaði á heimavelli

Paul Pierce. Ray Allen og Kevin Garnett leikmenn Boston Celtics.
Paul Pierce. Ray Allen og Kevin Garnett leikmenn Boston Celtics. Reuters.

Jason Richardson skoraði 34 stig fyrir Charlotte Bobcats þegar liðið vann óvæntan útisigur gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 95:83. Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á leiktíðinni en liðið er með bestan árangur allra liða í deildinni það sem af er leiktíðar en liðið hafði unnið síðustu 9 leiki.

Árangur Bobcats á útivöllum hefur fram til þessa verið lélegur en liðið hafði aðeins unnið einn leik af síðustu 11 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 24 stig fyrir Boston og Paul Pierce var með 13 stig en hann hitti aðeins úr 4 af alls 14 skotum sínum í leiknum.

Mo Williams skoraði 35 stig fyrir Milwaukee gegn Miami sem tapaði 9. leiknum í röð. Dwyane Wade skoraði 34 stig fyrir Miami sem hefur ekki tapað jafn mörgum leikjum í röð frá tímabilinu 2001-2002 þegar liðið tapaði 12 leikjum í röð. 

Steve Nash var veikur en lék samt sem áður með Phoenix Suns og Grant Hill var einnig fjarverandi í 129:122 sigri liðsins gegn Indiana Pacers. Hill verður frá í 3-4 vikur en hann fór á sjúkrahús vegna botnlangakasts.

Suns var 16 stigum undir um tíma í leiknum sem var tvíframlengdur. Indiana hefur nú tapað 8 af síðustu 9 leikjum sínum í deildinni.

Jason Kidd náði ekki þrefaldri tvennu í fjórða leiknum í röð með New Jersey Nets gegn Seattle Supersonics. Kidd hafði í síðustu þremur leikjum náði tveggja stafa tölu í skoruðum stigum, fráköstum og stoðsendingum. Kidd skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hann tók hinsvegar aðeins 5 fráköst en þess ber að geta að hann lék ekki síðustu 12 mínútur leiksins.

Michael Jordan náði að leika 7 leiki í röð þar sem hann var með þrefalda tvennu sem leikmaður Chicago Bulls og stendur það met enn.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas sem lagði Detroit Pistons 102:86. Þetta var annar tapleikur Pistons í röð en liðið hafði unnið 11 leiki í röð.  

Úrslit:

Phoenix Suns - Indiana Pacers 129:122

Indiana: Danny Granger 22, Shawne Williams 22, Jamaal Tinsley 19, Mike Dunleavy 14, Kareem Rush 14, Travis Diener 12, Troy Murphy 9, Jeff Foster 6, Marquis Daniels 4.

Phoenix: Leandro Barbosa 27, Raja Bell 27, Amare Stoudemire 25, Shawn Marion 23, Boris Diaw 10, Steve Nash 9, Brian Skinner 5, Marcus Banks 3.

Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 109:91

Golden State: Matt Barnes 14, Mickael Pietrus 13, C.J. Watson 11, Monta Ellis 10, Marco Belinelli 9, Al Harrington 8, Austin Croshere 7, Brandan Wright 6, Stephen Jackson 5, Baron Davis 4, Kelenna Azubuike 2, Andris Biedrins 2.

Portland: Steve Blake 24, LaMarcus Aldridge 19, James Jones 16, Martell Webster 16, Joel Przybilla 10, Travis Outlaw 8, Brandon Roy 8, Sergio Rodriguez 5, Jarrett Jack 2, Channing Frye 1

Orlando Magic - LA Clippers 113:106

Orlando: Hedo Turkoglu 28, Rashard Lewis 20, Dwight Howard 17, Jameer Nelson 14, Maurice Evans 13, Keyon Dooling 12, Carlos Arroyo 4, Keith Bogans 3, James Augustine 2.

Los Angeles Clippers : Corey Maggette 27, Tim Thomas 20, Chris Kaman 17, Cuttino Mobley 16, Al Thornton 11, Sam Cassell 9, Josh Powell 4, Dan Dickau 2.

Milwaukee Bucks 98 - Miami Heat 98:92

Miami: Dwyane Wade 34, Jason Williams 23, Mark Blount 9, Ricky Davis 9, Udonis Haslem 7, Earl Barron 5, Daequan Cook 2, Chris Quinn 2, Alexander Johnson 1.

Milwaukee: Mo Williams 35, Andrew Bogut 17, Bobby Simmons 12, Charlie Bell 11, Yi Jianlian 10, Charlie Villanueva 7, Michael Ruffin 4, Royal Ivey 2.

LA Lakers - New Orleans Hornets 109:80

Los Angeles: Kobe Bryant 19, Andrew Bynum 17, Luke Walton 14, Lamar Odom 11, Trevor Ariza 10, Kwame Brown 9, Jordan Farmar 9, Derek Fisher 6, Coby Karl 5, Ronny Turiaf 5, Javaris Crittenton 4.

New Orleans: Chris Paul 32, David West 19, Tyson Chandler 11, Peja Stojakovic 9, Melvin Ely 3, Hilton Armstrong 2, Bobby Jackson 2, Jannero Pargo 2.

Charlotte Bobcats - Boston Celtics 95:83

Charlotte: Jason Richardson 34, Nazr Mohammed 18, Raymond Felton 16, Gerald Wallace 15, Emeka Okafor 8, Jeff McInnis 4.

Boston: Kevin Garnett 24, Paul Pierce 13, Rajon Rondo 13, James Posey 10, Eddie House 7, Tony Allen 6, Kendrick Perkins 6, Brian Scalabrine 4

New Jersey Nets - Seattle SuperSonics 99:88

Seattle: Johan Petro 22, Nick Collison 18, Kevin Durant 15, Damien Wilkins 13, Jeff Green 5, Wally Szczerbiak 5, Kurt Thomas 4, Earl Watson 4, Delonte West 2.

New Jersey: Richard Jefferson 28, Vince Carter 18, Jason Kidd 16, Malik Allen 15, Josh Boone 11, Bostjan Nachbar 7, Jason Collins 2, Sean Williams 2

Houston Rockets - New York Knicks 101:92

Houston: Yao Ming 36, Rafer Alston 20, Luis Scola 19, Luther Head 12, Shane Battier 6, Chuck Hayes 4, Aaron Brooks 2, Bonzi Wells 2.

New York: Jamal Crawford 21, Nate Robinson 16, Stephon Marbury 15, Eddy Curry 14, David Lee 12, Zach Randolph 10, Jared Jeffries 2, Quentin Richardson 2

Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 109:96

Philadelphia: Willie Green 18, Andre Iguodala 16, Thaddeus Young 16, Andre Miller 14, Louis Williams 10, Samuel Dalembert 8, Jason Smith 8, Reggie Evans 6.

Toronto: Anthony Parker 22, Chris Bosh 21, Jose Calderon 17, Carlos Delfino 12, Jason Kapono 8, Jamario Moon 8, Rasho Nesterovic 8, Joey Graham 7, Andrea Bargnani 6

Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90:81

Cleveland: LeBron James 31, Devin Brown 12, Drew Gooden 10, Damon Jones 8, Zydrunas Ilgauskas 7, Daniel Gibson 6, Larry Hughes 5, Anderson Varejao 2.

Atlanta: Joe Johnson 29, Josh Smith 19, Josh Childress 12, Marvin Williams 12, Al Horford 10, Anthony Johnson 5, Acie Law 3.

Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102:86

Detroit: Richard Hamilton 18, Chauncey Billups 16, Rodney Stuckey 10, Rasheed Wallace 9, Arron Afflalo 8, Antonio McDyess 6, Tayshaun Prince 6, Jarvis Hayes 4, Jason Maxiell 4, Walter Herrmann 3, Amir Johnson 2.

Dallas: Dirk Nowitzki 23, Devin Harris 19, Jerry Stackhouse 15, Jason Terry 15, Josh Howard 10, Brandon Bass 8, Erick Dampier 7, Devean George 2, Eddie Jones 2, DeSagana Diop 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert