Fjórði leikur Grindavíkur og KR í dag

Petrúnella Skúladóttir hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir hjá KR eru …
Petrúnella Skúladóttir hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir hjá KR eru í stórum hlutverkum í liðum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík og KR mætast í dag í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Grindavík en KR-ingar eru með forystu í einvíginu, 2:1, og geta tryggt sér sigur í því með því að leggja Grindavíkurkonur að velli í dag.

KR-konur virtust á hraðri siglingu í úrslitaleikina því þær unnu fyrst á heimavelli sínum, 81:68, og síðan í Grindavík, 82:65. En Grindvíkingar sneru heldur betur blaðinu við á sínum heimavelli á miðvikudagskvöldið, unnu þá sannfærandi sigur í Vesturbænum, 78:66, og fá nú tækifæri til að jafna metin á sínum heimavelli.

Liðið sem sigrar í einvíginu mætir Keflavík í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn en Keflavíkurkonur lögðu meistara síðasta árs, 3:0, í undanúrslitunum.

Þá gæti í dag komið í ljós hvaða lið leika til úrslita um sæti í úrvalsdeild karla. Haukar taka á móti FSu á Ásvöllum klukkan 14 og Ármann leikur við Val í Laugardalshöllinni klukkan 16. FSu og Valur unnu fyrri leiki liðanna og Haukar og Ármann þurfa að sigra í dag til að knýja fram oddaleiki í einvígjunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert