Grindavík sigraði Snæfell

Páll Axel Vilbergsson lék ekki með Grindavík í kvöld vegna …
Páll Axel Vilbergsson lék ekki með Grindavík í kvöld vegna meiðsla. mbl.is/Golli

Snæfell og Grindavík eigast við öðru sinni í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í  körfuknattleik í kvöld. Grindavík hafði betur í fyrsta leiknum en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit Iceland Express deildarinnar. Fylgst var með gangi mála á mbl.is en leikurinn hófst kl. 19:15.

Tölfræði leiksins má finna á vef kki.is.

4. leikhluta er lokið 81:84:

10.  mín: Sigurður Þorvaldsson átti síðasta skot leiksins en það fór ekki rétta leið. Grindvíkingar fögnuðu 84:81 sigri og eru með vænlega stöðu fyrir þriðja leikinn sem fram fer á laugardaginn. Með sigri í þeim leik er Grindavík komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.  Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells með 27 stig og Hlynur Bæringsson skoraði 18. Brenton Birmingham skoraði 23 stig fyrir Grindavík og Þorleifur Ólafsson skoraði 17. 

10. mín: Það er aðeins 1 sekúnda eftir af leiknum. Snæfell er með boltann og staðan er 84:81 fyrir Grindavík. Subasic skoraði aðeins úr einu vítaskoti áður en Brenton Birmingham skoraði fyrir Grindavík.
10. mín: Hlynur Bæringsson náði frákasti en skall harkalega til jarðar. Hlynur hristi þetta af sér en höggið var mikið. Staðan er 82:80 fyrir Grindavík. Slobodan Subasic fer á vítalínuna þar sem að Hlynur þarf að fara af velli.
9. mín: Grindavík er tveimur stigum yfir, 82:80. Aðeins 46 sekúndur eftir af leiknum.
7. mín: Grindavík er með fjögurra stiga forskot þegar þrjár mínútur eru eftir, 80:76. Snæfell hefur gert mörg mistök í sóknarleiknum og misst boltann klaufalega hvað eftir annað.
6. mín: Páll Kristinsson var að fá sína 5. villu og hann kemur ekki meira við sögu í liði Grindavíkur.
5. mín: Grindavík er þremur stigum yfir, 78:75. Dæmt sóknarbrot á Wagner í liði Snæfells.
4. mín: Arnar Freyr Jónsson kemur Grindavík yfir með þriggja stiga skoti. 75:74.
3. mín: Staðan er jöfn, 72:72.
1. mín: Hlynur Bæringsson byrjaði fjórða leikhlutann með þriggja stiga körfu. Snæfell er fimm stigum yfir, 72:67.

3. leikhluta er lokið, 69:67.

10. mín: Snæfell er yfir, 69:67, fyrir síðasta leikhlutann.
8. mín: Ingvaldur Magni Hafsteinsson tróð boltanum með tilþrifum í körfu Grindavíkur. Guðlaugur Eyjólfsson svaraði fyrir Grindavík í næstu sókn. Staðan er 67:67.
7. mín:
Sigurður Þorvaldsson skoraði þriggja stiga körfu og staðan er 63:61 fyrir Grindavík. Sigurður er með 25 stig og hann hefur hitt úr 9 af alls 11 skotum sínum utan af velli.
5. mín: Grindavík tekur leikhlé. Staðan er 63:58 fyrir Grindavík. Sigurður Þorvaldsson er stigahæstur í liði Snæfells með 22 stig.
3. mín: Brenton Birmingham er stigahæstur í liði Grindavíkur en hann hefur skorað 16 stig.Sigurður Þorvaldsson er stigahæstur í liði Snæfells með 17 stig. Staðan er 63:53 fyrir Grindavík.
2. mín: Grindavík er með 10 stiga forskot, staðan er 59:49.
1. mín: Staðan er 56:49 fyrir Grindavík. Sigurður Þorvaldsson skoraði þriggja stiga körfu og hann hefur skorað 15 stig.

2. leikhluta er lokið, 44:52:

10. mín: Brenton Birmingham skoraði síðustu stig fyrri hálfleiks með þriggja stiga skoti. Staðan er 52:44 fyrir Grindavík. Hann er stigahæstur með 13 stig fyrir Grindavík. Þorleifur Ólafsson og Helgi Jónas Guðfinnsson hafa báðir skorað 8 stig fyrir Grindavík. Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells tigahæstur í liði heimamanna með 13 stig. Sigurður Þorvaldsson, sem er einnig þjálfari og leikmaður Snæfells, skoraði 12 stig i fyrri hálfleik.
6. mín: Grindavík hefur náð 6 stiga forskoti, 40:34.
4. mín: Snæfell er einu stigi yfir, 31:30. Nökkvi  Már Jónsson leikmaður Grindavíkur hefur fengið fjórar villur á þeim stutta tíma sem hann hefur verið inná.
1. mín: Grindvíkingar hafa breytt um varnaraðferð. Lucious Wagner er í strangri gæslu hjá Þorleifi Ólafssyni en aðrir leikmenn Grindavíkur leika svæðisvörn.

1. leikhluta er lokið, 20:21: 

10. mín: Fyrsta leikhluta er lokið. Grindavík er einu stigi yfir, 21:20. Brenton Birmingham skoraði 6 stig fyrir Grindavík í fyrsta leikhluta. Sigurður Þorvaldsson er stigahæstur í liði Snæfells með 7 stig. 

7 mín: Það er lítið skorað í Stykkishólmi en staðan er 15:13 fyrir Snæfell. Sigurður Þorvaldsson þjálfari og leikmaður Snæfells hefur skorað 7 stig en hann skoraði aðeins 6 stig í síðasta leik.
5. mín: Staðan er jöfn, 10:10. Jón Ólafur Jónsson jafnaði metin fyrir Snæfell með þriggja stiga körfu. Það er mikill fjöldi áhorfenda sem fylgist með leiknum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.
3. mín:
Grindavík byrjar betur og staðan er 10:6.
1. mín: Páll Axel Vilbergsson er ekki með Grindavík vegna meiðsla á hné. Sigurður Þorvaldsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Snæfell.

Liðin áttust við í undanúrslitunum í fyrra og þar hafði Snæfell betur.

Grindavík lék vel í fyrsta leiknum og landað þar öruggum sigri, 110:82. Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford var stigahæstur í liði Grindavíkur með 24 stig og Brenton Birmingham skoraði 21. Í liði Snæfells var Bandaríkjamaðurinn Lucious Wagner stigahæstur með 30 stig. Hann skoraði átta þriggja stiga körfur úr aðeins níu tilraunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert