Johnson tryggði Atlanta sigur, myndband

Joe Johnson hirðir frákast í landsleik með bandaríska landsliðinu.
Joe Johnson hirðir frákast í landsleik með bandaríska landsliðinu. AP

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Mesta spennan var í leik Atlanta og Charlotte þar sem að Joe Johnson tryggði Atlanta sigur með skoti á síðustu sekúndbrotum framlengingar. Michael Jordan eigandi Charlotte var á meðal áhorfenda í Atlanta en hann ætlar sér stóra hluti með Charlotte liðið.

Myndband af sigurkörfu Joe Johnson.

Meistaralið LA Lakers lagði Minnesota á heimavelli þar sem að Kobe Bryant skoraði 22 stig fyrir Lakers. Boston vann Houston á útivelli og skoraði Paul Pierce 26 stig fyrir Boston. Cleveland heldur sínu striki og lagði Chicago. LeBron James skoraði 29s tig og tók 11 fráköst fyrir Cleveland. Varnarleikur Golden State brást illilega gegn San Antonio á útivelli en San Antonio skoraði 147 stig gegn 116 stigum Golden State.  San Antonio hefur aldrei skorað fleiri stig undir stjórn Gregg Popovich þjálfara frá því hann tók við þjálfun liðsins árið 1996.

Úrslit:

Indiana - Detroit 106:102
Toronto - Oklahoma 89:115
Atlanta - Charlotte 93:92
New York - Philadelphia 92:88
Chicago - Cleveland 85:92
Houston - Boston 87:94
San Antonio - Golden State 147:116
Phoenix - Utah 110:110
Portland - Washington 76:74
Sacramento - Milwaukee 108:114
LA Lakers - Minnesota 96
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert