NBA: LeBron var öflugur

LeBron James umkringdur varnarmönnum Indiana.
LeBron James umkringdur varnarmönnum Indiana. Reuters

LeBron James fór mikinn með liði Miami þegar liðið burstaði Indiana, 118:83, í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

LeBron skoraði 33 stig, átti 13 stoðsendingar og tók átta fráköst. Chris Bosh kom næstur með 22 stig en Miami hefur unnið fimm af sex leikjum sínum.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 20 stig fyrir meistara Dallas og Jason Terry 18 þegar liðið bar sigurorð af Phoenix, 98:89. Marcin Gortat var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig.

Boston lagði New Jersey, 89:70, þar sem Paul Pierce var með 24 stig og Brandon Bass 15. Marshon Brooks setti niður 17 stig fyrir New Jersey.

Chicago vann öruggan sigur á Detroit, 99:83. Carlos Boozer var stigahæstur í liði Chicago með 19 stig og stórstjarnan Derrick Rose var með 17 stig. Greg Monroe var stigahæstur hjá Detroit með 19 stig.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Cleveland 92:77
Orlando - Washington 103:85
Boston - New Jersey 89:70
New York - Charlotte 110:118
Miami - Indiana 188:83
Detroit - Chicago 83:99
New Orleans - Philadelphia 93:101
Minnesota - Memphis 86:90
Dallas - Phoenix 98:89
SA Spurs - Golden State 101:95
Denver - Sacramento 110:83
LA Clippers - Houston 117:89

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert